Blakfélag Fjallabyggðar fór með tvö lið á Októbermót Rima á Dalvík sem haldið var um helgina. Alls komu 24 lið til að taka þátt í karla- og kvennaleikjum í blaki. Keppt var í 1. deild karla og 1.-3. deild kvenna. Mótið hófst á föstudagskvöld og lauk síðdegis á laugardag. Keppt var á þremur völlum og var mikið líf í Íþróttahúsinu á Dalvík um helgina.

Í 1. deild karla þá unnu BF frá Fjallabyggð, sigruðu 5 leiki og töpuðu aðeins einni hrinu.

Í 1. deild kvenna þá vann Skautar A en þær unnu alla 5 leikina og töpuðu ekki hrinu. BF liðið var í 5. sæti í þessari deild með þrjú stig, unnu þrjár hrinur og töpuðu 7.

Í 2. deild kvenna þá sigraði Skautar B en þær unnu líka 5 leiki og töpuðu bara einni hrinu.

Í 3. deild kvenna þá vann liðið Stellur í framboði, en þær voru efstar með 7 stig, unnu 7 hrinur og töpuðu þremur.