Blakfélag Fjallabyggðar með fjögur lið á Rimamótinu – Umfjöllun í boði Torgsins

Torgið, veitingahús á Siglufirði er aðalstyrktaraðili umfjallanna um Blakfélag Fjallabyggðar í vetur í 1. deild karla og 2. deild kvenna.  Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði. Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar.

Rimamótið

Fyrsta helgarmótið í blaki fór fram um helgina þegar Rimamótið fór fram á Dalvík, en mótinu var aflýst í fyrra.  Blakfélag Fjallabyggðar sendi fjögur lið, á mótið, tvö karlalið og tvö kvennalið. Mótið hófst á föstudaginn en lauk á laugardag.
Keppt var í einni karladeild og þremur kvennadeildum. Karlalið BF mættist því innbyrðis í deildinni í afar spennandi viðureign.  Svo fór að BF-a og BF-b gerðu 1-1 jafntefli í karladeildinni, en hrinurnar fóru 13-21 og 21-20, en B-liðið vann fyrstu hrinuna örugglega 13-21 en seinni hrinan var mun jafnari þar sem A-liðið vann með einu stigi. Í helgar mótum er aðeins spilaðar tvær hrinur og því ekki spilað upp á sigur í hverjum leik.
Bæði karlaliðin léku 5 leiki og náðu sér í 5 stig. BF-b liðið var með betra stigaskor og var því ofar en A-liðið í töflunni.
Kvennalið BF-A vann sína deild og endaði með 7 stig. BF-b kvennaliðið lék í 2. deild og endaði líka með 7 stig en í 3. sæti með jafnmörg stig og Skautar og Skutlur sem höfðu betra stigaskor.
Blakfélag Fjallabyggðar vígði líka nýja keppnisbúninga, sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Myndir með fréttinni koma frá Blakfélagi Fjallabyggðar.