Blakfélag Fjallabyggðar og Afturelding-B kepptu í Varmá í Mosfellsbæ í gær í 1. deild karla í blaki. Afturelding byrjaði leikinn betur og komust fljótlega í 5-1 og 12-7 en BF minnkaði muninn í 13-12 og svo aftur 19-18, en það voru heimamenn sem leiddu alla hrinuna og unnu að lokum 25-21 í fyrstu hrinu. BF byrjaði betur í hrinu tvö og héldu betur í Aftureldingu og leiddu á tímabili en BF komst í 4-6 og 7-10 en þá skoruðu heimamenn 7 stig á móti einu frá BF og sigu framúr í 14-11. BF menn börðust áfram og komust í 14-15 en þá gerðu heimamenn fjögur stig í röð og komust í 18-15. Afturelding var svo sterkari á lokakaflanum og kláraði hrinuna 25-19. Í hrinu þrjú þá leiddu heimamenn allan tímann, jafnt var á tölum 5-5 en Afturelding var sterkari og komst í 18-11 og unnu hrinuna 25-18. Lokatölur 3-0. Dómari leiksins var Jason Ívarsson, formaður BLÍ. Í liði BF voru: Óskar, Karol, Þórarinn, Marcin, Ólafur, Raul og Eduard.
BF er með 11 stig eftir 7 leiki, 4 leikir unnir og 3 tapaðir, 15 hrinur unnar og 13 tapaðar. BF hefur skorað flest stig í deildinni eða 614. Afturelding B er á toppi deildarinnar með 18 stig eftir 7 leiki, Hamar í 2. sæti og BF í 3. sæti.