Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar spilar í 3. deildinni og um helgina er mót á Húsavík. Liðið mætti í gær og lék við Leikni Fáskrúðsfirði í jöfnum leik. BF vann leikinn 0-2 en báðar hrinur fóru í upphækkun. BF vann fyrri hrinuna 26-28 og síðari hrinuna 25-27.

BF átti svo leik í morgun gegn Hrunamönnum og unnu hann einnig 2-0. Þar var fyrri hrinan jöfn og vann BF 25-23 en vann seinni hrinuna örugglega 25-14.

BF mætti svo Leikni Reykjavík eftir hádegið og unnu þann leik 2-1.  Leiknir vann fyrstu hrinuna 22-25 en BF svaraði í næstu hrinu og vann 25-21 og unni svo oddahrinuna 15-11.

Glæsileg byrjun á mótinu, og sigur í fyrstu þremur leikjunum.

BF á svo leik í kvöld og á morgun og lýkur þar með mótinu. Nánar verður greint frá þeim leikjum þegar úrslit liggja fyrir.