Blakfélag Fjallabyggðar á öldungamótinu í blaki

Blakfélag Fjallabyggðar sendi 5 lið á öldungamótið í blaki sem hófst í dag í Mosfellsbæ. Tvö lið eru karla og þrjú kvennalið. Karlalið BF-A keppti 3 leiki í dag og vann tvo þeirra. Þeir spila í 2. deild og eru efstir eftir leiki dagsins og hafa 5 stig. Fyrsti leikur BF-A var gegn KA-Ö. Lokatölur 2-1 (25-15, 22-25, 15-10) Næsti leikur var BF-A gegn ÍS-A og hann tapaðist 1-2 (25-17, 23-25, 10-15). Þriðji leikurinn var KA-96-BF-A og vann BF 1-2 (25-16, 19-25, 6-15).

Lið BF-1 spilar í 4. deild kvenna. Þær léku einnig þrjá leiki í dag og voru í þriðja sæti eftir daginn. Fyrsti leikur þeirra var gegn Völsungi-C en hann tapaðist 1-2 (25-22, 21-25, 6-15). Þær unnu næsta leik 2-0 gegn HK-Wunderblak A  (25-11, 25-24). Svo kom tapleikur á móti Fylki-B. 2-1 (21-25, 25-21, 15-8).

Kvennalið BF-2 leika í 6. deild kvenna og þær spiluðu þrjá leiki í dag. Fyrsti var gegn Lansinn b, og hann vannst 1-2 (25-24, 17-25, 13-15). Næsti leikur var gegn Gróttu og hann tapaðist 2-0, (25-10, 25-15). Þriðji leikurinn var í kvöld gegn Völsungi en úrslit eru ekki komin á netið.

Kvennalið BF-3 leikur svo í 8. deild kvenna og þær léku tvo leiki í dag. Fyrsti leikurinn gegn Stjörnunni, tapaðist 2-0, (25-19, 25-12). Næsti leikur var gegn Völsungi-E og hann vannst 2-0, (25-10, 25-16).