Um helgina fór fram 43. Öldungamót Blaksambands Íslands á Akureyri og hét mótið að þessu sinni BlaKA 2018.  Mótið í ár var fjölmennasta öldungamótið frá upphafi en 183 lið voru skráð til leiks og voru tæplega 600 leikir spilaðir.  Blakfélag Fjallabyggðar sendi sjö lið á mótið spilaði hvert lið 6 leiki.  Þrjú karlalið frá BF voru í 2.deild, 5.deild og 6.deild og fjögur kvennalið frá félaginu í 4.deild, 6.deild, 8.deild og 11.deild.
Leikirnir fór fram á þremur stöðum á Akureyri, í Boganum, í KA heimilinu og í Síðuskóla.

Karlalið BF-A stóð sig best og vann 2. deild og fékk 11 stig , vann 11 hrinur og tapaði 3. Liðið spilar því í 1. deild karla á næsta öldungamóti. BF-B lék í 5. deild A og endaði í 4 sæti með 6 stig.  BF-Hyrnan lék í 6. deild B og endaði í næst síðasta sæti með 3 stig.

Kvennalið BF-1 lék í 4. deild og enduðu í 2. sæti með 8 stig. BF-2 lék í 6. deild A og endaði í 3. sæti með 8 stig. BF-3 spilaði í 8. deild B og enduðu í 2. sæti með 10 stig. BF-4 léku í 11 deild B og enduðu í 4 .sæti með 6 stig.