Íþróttamaður Fjallabyggðar var valinn nú á dögunum, en þar voru einnig tilnefndir ungir og efnir frjálsíþróttamenn og blakarar í fyrsta sinn.
Efnilegustu Blakarar ársins í Fjallabyggð voru Helga Eir Sigurðardóttir og Guðbrandur Elí Skarphéðinsson og Anna María Björnsdóttir var valin best í eldra flokki. Hún hefur verið burðarásinn í að hleypa auknum krafti í blakíþróttina á Siglufirði undanfarin ár.
Í frjálsum íþróttum voru þau Elín Helga Þórarinsdóttir og Björgvin Daði Sigurbergsson valin efnilegust í hópi 13-18 ára.