Blakæfingar hefjast á Dalvík

Blakfélagið Rimar er að hefja æfingar vetrarins og býður nýliða sérstaklega velkomna til leiks. Opnar æfingar verða mánudaginn 12. september klukkan 20:00 og miðvikudaginn 14. september klukkan 19:00 í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík.