Blakæfingar byrjaðar á Þórshöfn

Í vetur verða blaktímar fyrir fullorðna í íþróttahúsinu á Þórshöfn á mánudögum kl. 20:00 og á miðvikudögum kl. 19:00. Fyrsta æfingin var mánudaginn 12. september.
Áhugahópur um blak stendur fyrir æfingunum og hvetur alla sem hafa áhuga á blaki til að mæta í holla og góða hreyfingu og skemmtilegan félagsskap.