Black Death áfengisauglýsing á Siglufirði

Við endan á Aðalgötu á Siglufirði í gær, laugardaginn 21. júlí blakti stór fáni með áfengisauglýsingunni “Black Death Beer, We drink in peace”. Fyrir skemmstu hafði Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar bannað slíka auglýsingu með vísan til 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Ekki er vitað hvort þessi auglýsing sé með leyfi Fjallabyggðar eða í óleyfi. Ekki reyndist auðvelt að ná góðri mynd af öllum fánanum.  Veitingamaðurinn Valgeir Tómas Sigurðsson(Harbour House Café) á einkaleyfið af vörumerkinu Black Death.

Ljósmyndir: Héðinsfjörður.is