Ástralski ljósmyndarinn Scott Probst, sem nú er húshaldari í Listhúsinu á Ólafsfirði og Björn Valdimarsson, halda ljósmyndasýningu í Kaffi Klöru nú í sumar.
Myndirnar voru teknar í Ólafsfirði og víðar á Norðurlandi. Scott sýnir myndir af húsum og landslagi og Björn af fólki sem býr eða hefur starfað í Ólafsfirði. Sýningin verður opnuð á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní kl. 11:30 og verður hún opin fram eftir sumri.
