Björn Þór Ólafsson sæmdur riddarakrossi
Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Meðal annars fékk Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari í Ólafsfirði, riddarakross fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð.
