Bjórleikar Seguls 67

Bruggverksmiðjan Segull 67 á Siglufirði verður með ýmsa viðburði um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. Bjórleikarnir fara fram laugardaginn 1. ágúst kl. 15:30, þar sem verður boðið upp á þrautabraut, bjór og vinninga. Skráning er hafin og þarf að skrá sig á netinu, þeir sem taka þátt fá frían bjór.

Skráðu þig hér.

Sama dag verður kynning á verksmiðjunni og smökkun kl. 18:00, fyrir aðeins 2500 kr.

Einnig verðar kynningar og smökkun, föstudaginn 31. júlí kl. 18:00 og sunnudaginn 2. ágúst kl. 16:00.

 

Mynd frá Segull 67 Brewery Brugghús.