Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin laugardaginn 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.

Á hátíðinni verður einnig hægt að gæða sér á gómsætum matarbita með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi.

Gott og skjólsamt tjaldsvæði er á Hólum og einnig er hægt að hafa samband við Hjaltadalur ferðaþjónusta á www.visitholar.is og athuga með gistipláss.