Björgvin Halldórsson skemmtir á Siglufirði í mars

Vegna mikilla eftirspurna hefur verið ákveðið að fara með tónleikaröðina Bestu lög Björgvins um allt landið. Björgvin og hljómsveit hans halda fyrst norður og verða fyrstu tónleikarnir á Rauðku á Siglufirði, fimmtudaginn 9. mars næstkomandi. Er það í fyrsta skiptið sem Björgvin spilar þar. Í framhaldinu verða tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri 10. mars 11. mars og er það líka í fyrsta skiptið sem Björgvin spilar á þeim stað. Nokkrir af bestu hljóðfæraleikurum landsins skipa hljómsveit Björgvins og þeir eru: Þórir Úlfarsson píanó og söngur, Jón Elvar Hafsteinsson gítar, Friðrik Sturluson bassi og söngur og Jóhann Hjörleifsson trommur og söngur. Hljóðstjórn verður í höndum Gunnars Smára Helgasonar.

15965400_10211504776314489_2401846216895595399_n