Björgunarsveitir úr Eyjafirði sóttu vélsleðamann

Björgunarsveitir úr Eyjafirði voru kallaðar út á miðvikudaginn síðastliðinn eftir að tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann í Litlahnjúki, nyrst í Hlíðarfjalli á Akureyri

Björgunarmenn fóru á slysstað á vélsleðum og snjóbíl, með sjúkraflutningamenn í för. Sá slasaði reyndist beinbrotinn og var orðinn talsvert kaldur þegar komið var að honum. Á slysstað var lítill snjór og stórgrýtt og því talið að flutningur landleiðina yrði erfið fyrir hinn slasaða. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meðan komu hennar var beðið var tjaldað yfir manninn hann búinn til flutnings. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þangað sem komið var um níu leytið í gærkvöldi. Um 50 manns frá björgunarsveitum í Eyjafirði tóku þátt í aðgerðinni auk sjúkraflutningsmanna, lögreglu og þyrlu Gæslunnar.

Meðfylgjandi mynd tók Kári úr Björgunarsveitinni Dalvík á slysstað.

535