Um kl. 15:30 í gær fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um slasaðann vélsleðamann við Gimbrarhnjúk í Göngustaðadal í Svarfaðardal. Í kjölfarið voru sjúkraflutningamenn á Dalvík ræstir út sem og björgunarsveitir frá Dalvík og Akureyri. Þá var óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni en vegna annarra verkefna áttu þeir ekki heimangengt í þetta verkefni.
Vel gekk að koma sjúkraflutningamönnum til hins slasaða og eftir að hann hafði verið verkjastilltur var hann fluttur niður á veg þar sem sjúkrabifreið beið hans og var hann síðan fluttur til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.