Björgunarsveitir kallaðar út í Skagafirði

Björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt á Hofsósi og Sauðárkróki, þar sem óveðrið sem gekk yfir landið gerði talsverðan usla. Þar fuku hestakerra, hjólhýsi og gámur, svo eitthvað sé nefnt og mikið af þakplötum losnuðu af Steypustöðinni og gömlu rafstöðinni. Segja má að um tíma hafi plötum rignt yfir hluta bæjarins og alls ekki óhætt að vera þar á ferðinni.

Verkefni hættu að berast inn á borð björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi um klukkan 22:00 í gærkvöldi og á Snæfellsnesi luku þær störfum um klukkan 01:00.

Um 150 björgunarmenn tóku þátt í aðgerðum í gærkvöldi og í nótt, þar af um 40 á Vestfjörðum.

Heimild: landsbjorg.is