Björgunarsveitir á Norðurlandi sóttu slasaða konu í Svarfaðardal

Björgunarsveitir á Norðurlandi sóttu slasaða göngukonu í Svarfaðardal í gær sem slasaðist í fjalllendi. Konan, sem var á ferð með gönguhópi, er líklegast fótbrotin. Slysið vildi þannig til að konan hrasaði þegar hún var stödd um 500 m hæð í miklum bratta og rann um 50 m niður fjallshlíðina. Ferðafélagar hennar færðu hana neðar í fjallið þangað sem björgunarsveitir komu til ná sækja hana á sleða. Auk sleðanna, voru sendir bílar, gönguhópar og fjallabjörgunarfólk frá björgunarsveitunum á Norðurlandi.