Björgunarsveitin Tindur opnar flugeldasölu í Ólafsfirði

Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði hefur opnað fyrir flugeldasölu á sölustað og með netsölu á nýrri heimasíðu. Á síðunni er hægt að sjá lýsingu og myndband af vörum.  Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Tinds er stærsta og mikilvægasta fjáröflun sveitarinnar.
Pantanir eru teknar til og afhentar við austur innganginn en verslunin er eins og síðustu ár vestan við hús Tinds.
Einnig hefur Tindur lengt opnunartíma til þess að dreifa álagi og óskar björgunarsveitin eftir því að fólk verði tímanlega í kaupum svo ekki verði örtröð 30.-31. desember.
Í búðinni er grímuskylda og tveggja metra reglan.

Opnunartímar:

Mánudaginn 28. desember: 15:00 – 20:00
Þriðjudaginn 29. desember: 12:00 – 21:00
Miðvikudaginn 30. desember: 12:00 – 21:00
Fimmtudaginn 31. desember: 10:00 – 15:00
Miðvikudaginn 6. janúar: 14:00 – 16:00

Afhending pantana fer fram á síðasta klukkutíma af auglýstum opnunartíma við austur innganginn á húsinu.