Í vikunni fór fram talning á sorptunnum í þéttbýli Skagafjarðar. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk Björgunarsveitina Skagfirðingasveit til liðs við sig við að telja tunnur á Sauðárkróki og starfsmenn á vegum sveitarfélagsins sáu um talninguna á Hofsósi, Hólum og í Varmahlíð.