Björgunarsveitin Súlur með samæfingu í Hrísey

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri mun halda samæfingu í Hrísey í dag, laugardaginn 27. september.  Æfingin verður sett upp eins og um raunverulegt útkall væri að ræða.

Æfingin mun felast í leit á sjó og landi, fyrstu hjálp, fjallabjörgun og flutningi sjúklinga. Stefnt er að því að sveitir mæti til leiks frá sinni bækistöð.
large_10-

Mynd: www.dalbjorg.is