Sala á neyðarkallinum hefst fimmtudaginn 2. nóvember. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði verða með viðveru í SR-Byggingavörum og Kjörbúðinni þar sem hægt verður að kaupa neyðarkallinn og styrkja sveitina.
Fyrir þá sem vilja fá sérstaka heimsókn björgunarsveitarfólks er hægt að heyra í okkur í síma 866-1311. Sendið okkur SMS með upplýsingar um heimilisfang og við kíkjum þá til ykkar milli 19:00 og 20:00.