Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hafa látið hanna fyrir sig vefsíðu, strakarsar.is en það er Tónaflóð sem setti síðuna upp. Lénið var skráð 17. janúar 2022. Á síðunni má finna upplýsingar um stjórn og sögu sveitarinnar. Upplýsingar um nýliðastarf, unglingaliðadeild og flokka sveitarinnar má finna á vefnum.

Þá má finna allar upplýsingar um styrktarreikninga sveitarinnar á síðunni.

Sveitin er með 10 skilgreinda flokka, bílaflokk, bátaaflokk, sleðaflokk, fjallaflokk, snjóflóðaflokk, drónaflokk, fyrstuhjálparflokk, fjarskiptaflokk, smávélaflokk og ljósakrossaflokk.