Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hafa fengið afhentan nýjan fólksflutningabíl til að flytja sína meðlimi í útköll. Bíllinn sem er 8 manna fjórhjóladrifinn Benz Vito árgerð 2014 var áður í eigu Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Mikil fjölgun hefur verið á virkum félögum í Strákum varð til þess að þörf var á stærri bíl til flutninga á mannskap í útköllum, æfingum og á námskeið fjarri heimabyggð.
Þannig minnkar einnig notkun á breyttum bifreiðum sveitarinnar til lengri ferða og innanbæjar sem skilar mikilli hagræðingu.
Bíllinn er útkallsklár með öllum helsta búnaði til forgangsaksturs og fjarskipta en stefnt er að því að sérútbúa hann til notkunar fyrir drónadeild sveitarinnar og færanlega stjórnstöð þegar þess er þörf.
Frábær viðbót í tækjakost sveitarinnar á Siglufirði.