Björgunarsveitin Stefán á Mývatni sótti slasaðan ferðamann norðan við Hlíðarfjall í Mývatnssveit í dag. Maðurinn ók fram af 6 m hárri hengju og kvartaði yfir verkjum í baki og í brjósti en bar sig þó vel.

Það tók björgunarsveitina aðeins um 40 mínútur að sækja manninn og koma honum í sjúkrabílinn. Á staðnum hefur verið él eða slydda í morgun og skyggni slæmt. Færið er gott og því væsti ekki um sjúklinginn í börum í þotu aftan í vélseða.