Núna eru 50 ár síðan að Björgunarsveitin Skagfirðingasveit var stofnuð. Föstudaginn 1. maí verður opið hús frá klukkan 14:00-17:00 í Sveinsbúð, í tilefni afmælisins. Þar verður farið yfir sögu sveitarinnar og verða tæki og tól til sýnis ásamt því að sýnt verður frá störfum og verkefnum sveitarinnar síðustu ár. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.