Unglingadeildin Smástrákar frá Björgunarsveitinni Strákum er að fara selja reykskynjara, rafhlöður og eldvarnarteppi á Siglufirði og í Ólafsfirði á morgun, þriðjudaginn 5. desember.

Salan hefst klukkan 18:00 á Siglufirði og eftir klukkan 20:00 í Ólafsfirði.

Endilega takið vel á móti björgunarsveitinni og skoðið hvort það vantar skynjara eða rafhlöður á heimilið.

Skynjari kostar 2000 kr., rafhlöður 1000 kr. og eldvarnarteppi 2500 kr.

Þeir sem vilja uppsetningu á reykskynjara hringja í númerið: 866-1311.

Hægt er að greiða með pening og posa.