Meðlimir Björgunarsveitarinnar Dalvíkur fóru í vikunni suður til Grindavíkur til aðstoðar við íbúa og viðbragðsaðila á þessum erfiðu tímum í Grindavík.

Sveitin sendi sex manns þar af tvo aðgerðastjórnendur frá sunnudegi fram á föstudag.

Ljóst er að mikil vinna er framundan við uppbyggingu i Grindavík.