Björgunarsveitin Dalvík sótti slasaða konu

Slösuð kona var sótt af björg­un­ar­sveitinni Dalvík í Karls­ár­dal, norðan Dal­vík­urbyggðar, í dag. Útkallið barst björg­un­ar­sveitinni um klukk­an tvö eft­ir að til­kynn­ing barst Neyðarlínu. Flytja þurfti konuna um fjög­urra kíló­metra leið þar sem sjúkra­bíll beið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.