Nokkar áttaviltar kindur voru í Héðinsfjarðargöngum á leið til Siglufjarðar þegar strákarnir Guðmundur Ingi og Baldur Ævar frá Ólafsfirði komu þeim til bjargar. Strákarnir smöluðu kindunum úr göngunum og inn í nærliggjandi réttir og var eigandanum gert viðvart. Kindurnar hafa verið í góðu skjóli í göngunum á meðan hvasst var í veðri í dag.

Allt er gott sem endar vel.

Það var Guðmundur Ingi Bjarnason sem tók þessar myndir, en hann ásamt félaga sínum Baldri Ævari Baldurssyni björguðu þessum kindum í dag.