Björgunarsveitin á Dalvík kölluð út á aðfangadagskvöld

Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út rétt eftir klukkan níu á aðfangadagskvöld til að aðstoða ökumenn er fest höfðu bíla sína á Hámundarstaðahálsi milli Akureyrar og Dalvíkur.

Fjórir bílar sátu fastir og fór einn bíll frá björgunarsveitinni á staðinn og tók það talsverðan  tíma að losa bílana. Einnig var sjúkrabíll aðstoðaður við að komast leiðar sinnar, samkvæmt frétt á vef Slysavarnarfélagsins Landsbjörg.

Fyrr um daginn  fóru menn frá björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit til aðstoðar kínverskum ferðalöngum er sátu fastir í bíl sínum við Dimmuborgir.

hamundarstadarhals

Ljósmynd: www.landsbjorg.is