Björgunarsveit og slökkvilið að störfum í nótt í Fjallabyggð

Björgunarsveitin Strákar og Slökkvilið Fjallabyggðar og starfsmenn Fjallabyggðar voru að störfum í nótt og morgun vegna mikillar úrkomu sem var allan föstudaginn og í morgun á Siglufirði. Flæddi meðal annars inn í nokkra kjallara en unnið var við að dæla upp ur brunnum og kjöllurum til að koma í veg fyrir meira vatnstjón.  Mesta rigningin var milli klukkan 16:00 til 17:00 í gær, en þá rigndi 7,6 mm á klukkustund samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands. Meðfylgjandi myndir koma frá Björgunarsveitinni Strákum og eru birtar með góðfúsu leyfi.