Það var vaskur hópur manna sem byggði Slysavarnarskýlið í Héðinsfirði um sumarið 1966, eða fyrir tæpum 50 árum síðan. Timbrið, verkfæri og mannskapurinn var fluttur sjóleiðis frá Siglufirði í bátnum Sigurði SI90. Þetta voru þeir: Ívar J. Arndal, Jón F. Arndal, Þórður Þórðarson, Njörður Jóhannsson, Björn Sigurðsson, Skúli Jónasson, Jónas Jónsson, Birgir Guðlaugsson, Gísli Antonsson, Bjarni Þorgeirsson, Árni Þórðarson og Guðlaugur Henriksen. Nú tæpum 50 árum síðar stendur skýlið enn og nýtist göngumönnum vel. Á myndina vantar þrjá smiði. þá Einar Björnsson, Jón Björnsson og Sigurð Konráðsson, en þeir voru í útilegu þarna í firðinum með konum sínum og voru farnir til þeirra, áður en myndin var tekin. Myndirnar tók Steingrímur Kristinsson á sínum tíma.
Myndir: Sksiglo ehf. Upprunalega birtar af Steingrími Kristins á vefnum “Lífið á Sigló”.