Námskeiðin “Snjóflóð 1 og Snjóflóð 2” frá Björgunarskóla Landsbjargar voru kennd samhliða á Siglufirði um síðastliðna helgi. Bryndís Guðjónsdóttir frá Björgunarsveitinni Strákum var leiðbeinandi ásamt aðstoðarfólki.
Námsefnið var bæði bóklegt og verklegt. Kennt var mat á snjóflóðahættu og leiðarval, búnaðarkynning og notkun, leit með snjóflóðaýlum og stöngum, mokstur og björgun fólks úr snjóflóðum svo það helsta sé nefnt.
Námskeiðið endaði með leitar og björgunaræfingu við raunaðstæður á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði.
Það er ómetanlegt að eiga breiðan hóp vel menntaðra björgunarsveitarmanna og kvenna í okkar nærumhverfi sem eru tilbúin að bregðast samstundis við þegar áföll verða.
Björgunarsveitin Strákar greindu fyrst frá þessu og birtu þessar myndir á sínum samfélagsmiðlum.
Myndir: Björgunarsveitin Strákar.