Björgunarskipið Sigurvin fór í morgun frá Siglufirði til aðstoðar fiskibáti sem varð vélarvana um 6 sjómílum norðan við Siglunes.

Björgunarskipið fór úr Siglufjarðarhöfn kl. 6:20 og var komið að bátnum um 10 mínútum síðar. Báturinn var dreginn til hafnar í Siglufirði þar sem hann fékk frekari skoðun.