Björgunarskipið Sigurvin sótti bát 30 sjómílur frá Siglufirði

Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði var kallað út á fimmta tímanum í nótt vegna vélarvana báts sem staddur var um 30 sjómílur vestur af Siglufirði. Komið var með bátinn til Siglufjarðar um 11 leytið. Um er að ræða yfirbyggðan plastbát og talið er að hann sé með í skrúfunni. Rúv.is greinir frá þessu.

Sigurvin á Siglufirði

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon / Héðinsfjörður.is