Síðdegis í gær, sunnudaginn 8. júlí barst útkall vegna skútu sem hafði strandað við Gása í Eyjafirði.

Björgunarsveitir frá Akureyri og Dalvík ásamt Björgunarskipinu Sigurvin frá Siglufirði sinntu útkallinu hratt og vel. Fólkið í áhöfn skútunnar var óhult en skútan hallaði töluvert.
Veðrið á vettvangi var gott, um 9°C og 3 m/s. Góð samvinna viðbragðsaðila skilaði árangri og var skútan orðin sjálfbjarga og gat haldið sínu ferðalagi áfram tæpum þremur klukkutímum eftir að útkallsboð barst.
Ljósmynd með fréttinni kemur frá samfélagsmiðlum Landsbjargar.