Björgunarmiðstöð Landhelgisgæslunnar ekki á leið til Fjallabyggðar

Dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Fjallabyggðar varðandi mögulega stofnun björgunarmiðstöðvar sjófarenda og loftfara Landhelgisgæslunnar í Fjallabyggð.

Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að málefni Landhelgisgæslunnar eru í stöðugri endurskoðun. Að svo stöddu hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar á framtíðarstaðsetningu starfseininga stofnunarinnar eða stofnun nýrra starfseininga.

Með þessu svari er ljóst að engin plön eru uppi um að Björgunarmiðstöð Landhelgisgæslunnar verði byggð í Fjallabyggð.