Björgunarfræðsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Björgunarsveitarmaðurinn Grétar Björnsson fræddi nemendur í útivistaráfanga Menntaskólans á Tröllaskaga um þær hættur sem menn þurfa að gæta sín á þegar þeir ferðast um fjöll í snjó. Nemendur fengu einnig kennslu í því hvernig og hvenær á að nota snjóflóðaýlur og hvernig þær nýtast til að leita að fólki sem lent hefur í snjóflóði eða svokallaða félagabjörgun.

Þá gekk hópurinn upp snjóflóðavarnargarðinn ofan byggðarinnar í Ólafsfirði og þaðan upp fyrir skíðalyftuna á Tindaöxl. Nemendur í Björgunarsveitarnáminu eru átján og eru á öllum aldri.   Myndir af þessu má sjá hér.

Ólafsfjörður

Mynd frá www.mtr.is

Heimild: www.mtr.is