Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Á tjaldsvæðinu eru snyrtingar og þvottaaðstaða með heitu og köldu vatni og sturtur ásamt aðstöðu til að þvo leirtau. Einnig er rennandi vatn fyrir áfyllingar á vatnstanka og niðurfall fyrir losun ferðaklósetta. Rafmagn er á svæðinu.