Bjarni Ben fundar í Fjalla- og Dalvíkurbyggð

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur nú opna fundi á Norðurlandi næstu daga. Hann mun vera í Dalvíkurbyggð og Fjallbyggð, laugardaginn 21. október.

Opinn fundur á Gregor´s Pub á Dalvík, laugardaginn 21. október kl. 10:00-11:30.

Opinn fundur í veitingahúsinu Höllinni í Ólafsfirði, laugardaginn 21. október kl. 12:00-13:30.

Opinn fundur í Fríðu súkkulaðikaffihúsi á Siglufirði, laugardaginn 21. október kl. 13:30.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verða á staðnum.