Bjarnastofa og barnahorn á bókasafninu

Fréttamaður síðunnar leit við hjá Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði. Í móttökunni var Jódís Jana nemandi hjá MTR og veitti hún allar upplýsingar og benti á Bjarnastofu á Bókasafninu. Bjarnastofa er sérstakt herbergi á safninu tileinkað séra Bjarna Þorsteinssyni og er þar að finna ýmsar bækur og rit sem fróðlegt er að skoða. Þá er gott barnahorn á safninu og tilvalið fyrir ferðafólk að líta þarna við og ná sér bók. Einnig er til sölu notaðar og vel með farnar bækur á aðeins 100 kr. Þá má finna nýjustu dagblöðin til að lesa á staðnum.

DSCN0504DSCN0502  DSCN0507