Birna Björnsdóttir verði ráðin hjúkrunarforstjóri Hornbrekku
Aðeins tvær umsóknir bárust um stöðu hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku, dvalar- og hjúkrunarheimilisins í Ólafsfirði, en umsóknarfresturinn rann út þann 11.júní síðastliðinn.
Umsækjendur voru Sunna Eir Haraldsdóttir og Birna Björnsdóttir.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ráða Birnu Björnsdóttur sem hjúkrunarforstjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku í Ólafsfirði.