Birkir Már til KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heldur áfram að styrkja sig skömmu fyrir Íslandsmótið, en Birkir Már Hauksson hefur samið við félagið en hann kemur frá Vængjum Júpíters. Birkir er fæddur á Akureyri og spilar sem miðjumaður. Hann hefur áður komið sem lánsmaður til KF en náði ekki að leika með liðinu þá á Íslandsmótinu. Hann er fæddur árið 1999 og hefur verið verið hjá liðum eins og Magna, Ægi og Þór. Hann lék 11 leiki fyrir Vængina á síðasta tímabili. Birkir Már lék upp yngri flokkana með Þór á Akureyri. Hann er kominn með leikheimild hjá KF og mun berjast um sæti í liðinu í sumar.

May be an image of 1 einstaklingur