Nú er til sölu rekstur og fasteign Sambíóanna á Akureyri við Strandgötu 4. Húsið var byggt 1929 og er 616 fermetrar. Í húsinu eru tveir bíósalir sem taka tæplega 300 manns í sæti. Húsið er eitt af fallegri húsum miðbæjarins á Akureyri og er eitt af kennileitum hans. Húsið skemmdist í eldi árið 1995 og var endurgert í framhaldinu og bíó opnað þar árið 1998. Húsið er í ágætu ásigkomulagi og er rekstur bíósins til sölu samhliða fasteigninni.
Á neðri hæð er móttaka, miðasala, veitingasala, snyrtingar auk lagers og starfsmannaaðstöðu. Lagermóttaka er inn í port bak við hús. Úr móttöku er stigi upp að sýningarsölum þar er einnig lyfta fyrir hreyfihamlaða. Á efri hæðinni eru tveir sýningarsalir auk stoðrýma vegna þeirra. Ástand fasteignarinnar er gott.
Fasteignasalan Byggð veitir nánari upplýsingar.