Bíó opnar á Hvammstanga

Selasetrið á Hvammstanga hefur tekið í notkun nýjan bíósal og ráðstefnusal með fullkomnum bíóskjávarpa og tjaldi og vill með því leggja sitt að mörkum til að stuðla að bættum afþreyingarkostum á svæðinu með því að bjóða sveitungum uppá þann möguleika að geta farið í bíó. Það er myndin JÓN OG SÉRA JÓN sem fær þann heiður að verða sú fyrsta sem tekin verður til sýningar í dag sunnudaginn 11. desember, en áætlaðar eru tvær sýningar kl. 14 og 16.