Bíll festist í Héðinsfirði í morgun

Björgunarsveitarmenn frá Siglufirði voru beðnir um klukkan 6 í morgun um að aðstoða fólk sem sat fast í bíl í Héðinsfirði. Þar hafði stór skafl myndast og sat bíllinn fastur milli ganganna. Engin hætta var á ferðum.