Bíladagar á Akureyri

Bíladagar á Akureyri verða haldnir dagana 15.-18. júní og eru einn stærsti íþróttaviðburður sinnar tegundar sem haldinn er á Íslandi og er einskonar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport. Bílaklúbbur Akureyrar býður upp á tjaldsvæði á félagssvæði sínu. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga sem og Go-Kart leigu.

Armbönd eru seld í forsölu á Skeljungsstöðinni Hörgárbraut Akureyri (AK-INN), 10-11 Vesturlandsvegi Reykjavík og hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Verð armbands er 7.500 kr.  Það gildir inn á alla viðburði Bíladaga Skeljungs.  Verð inn á stakan viðburð er 1.500 kr.  Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Tjaldstæði á svæði BA kostar 5.000 kr. á mann fyrir alla dagana.  Armband á bíladaga er skilyrði fyrir því að hafa aðgang að tjaldsvæðinu.  Aldurstakmark er 18 ára.  Rafmagn er fáanlegt fyrir 800 kr á dag.  Tjaldstæðið opnar þriðjudaginn 14. júní kl 19:00. Allar nánari upplýsingar á vef BA.

Dagskrá

15.6.2015 Drift Bíladagar BA
16.6.2015 Auto – X Bíladagar BA
16.6.2015 Sandspyrna Bíladagar BA
17.6.2015 Bílasýning í Boganum Bíladagar BA
17.6.2015 Græjukeppni í Boganum Íslandsmót BA
18.6.2015 Götuspyrna Íslandsmót BA
18.6.2015 Burnout Bíladagar BA

biladagar2016