Lögreglan á Akureyri hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sig fyrir Bíladaga á Akureyri, sem hefjast fimmtudaginn 13.06.2024. Að vanda má búast við mörgum gestum í bæinn og líflegu næturlífi. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglunni á Akureyri þessa daga.
Nokkur tjaldsvæði eru opin á og við Akureyri þessa helgi. Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir m.a.: ,,Þjónusta verður ólík eftir tjaldsvæðum þessa daga. Tjaldsvæði Bílaklúbbsins verður opnað miðvikudaginn 12. júní kl. 18 og er opið til þriðjudagsins 18. júní. 18 ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæði Bíladaga og er svæðið opið öllum gestum Bíladaga en ekki aðeins þeim sem keypt hafa passa á alla viðburði Bíladaga. Fjölskyldutjaldsvæðið að Hömrum er opið um bíladaga líkt og alla daga ársins. Tjaldsvæðið að Hömrum er fyrst og fremst ætlað fjölskyldum og aðgangi stýrt inn á svæðið miðað við það. Aukin gæsla verður þessa helgi og gerðar eru ríkar kröfur til tjaldgesta um að næði sé virt á svæðinu svo bæði börn og fullorðnir geti notið dvalarinnar. 18 ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið á Hömrum og yngri einstaklingum sem ekki verða í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum verður vísað frá.
Fjölskyldutjaldsvæðið við Hrafnagil verður lokað fyrir 30 ára og yngri frá miðvikudeginum 12. júní til mánudagsins 17. júní. Þá verður hliðvarsla og ströng gæsla til að stjórna aðgengi að svæðinu.“

Dagsskrá Bíladaga 2024 armbönd verða seld í miðasölu

13. júní Hillclimb keppni hefst 19:00

14. júní Auto-x keppni hefst 09:30

14. júní Drift Keppni hefst 13:00

14. júní Bílalimbó keppni hefst 21:00

15. júní Götuspyrna keppni hefst 13:00

15. júní Hávaðakeppni (2step)hefst 20:00

16. júní Sandspyrna keppni hefst 13:00

16. júní Burn-out keppni hefst 20:30

17. júní Bílasýning í Boganum 10-18